141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

framkvæmd atkvæðagreiðslu.

[21:43]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Virðulegur forseti. Mér finnst ekki hægt að láta hjá líða að gera athugasemd við atvik sem varð hér áðan í atkvæðagreiðslu. Raunar hafa orðið mjög mörg undarleg atvik í þessari atkvæðagreiðslu í kvöld.

Fyrr í kvöld þegar vilji þingsins í ákveðnu máli virtist liggja fyrr var beðið með að kveða upp úr um það að niðurstaða væri komin, beðið óeðlilega lengi á meðan ráðherrar gengu hér um sal og reyndu að tukta fólk til, á meðan hlaupið var út til að reyna að sækja fleiri þingmenn, og þegar það gekk síðan ekki upp var fundi frestað. (Gripið fram í.) Hvað á þetta að þýða, virðulegur forseti? Er sem sagt atkvæðagreiðsla eingöngu til að ná fram ákveðinni niðurstöðu en ekki til þess að ná fram vilja meiri hluta þingmanna í salnum?

Þetta er að mínu mati mjög hættulegt fordæmi. Að vísu fór vel í þetta skipti en ég fordæmi þetta fordæmi. (Gripið fram í: Rétt.) [Kliður í þingsal.]