149. löggjafarþing — 60. fundur,  31. jan. 2019.

NATO-þingið 2018.

524. mál
[14:45]
Horfa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Njáli Trausta Friðbertssyni fyrir yfirferð hans á skýrslunni. Hann kom inn á mörg mikilvæg mál. Mig langar aðeins, af því að nefnt var í lokin að hann hefði spurt framkvæmdastjórann um norðurslóðirnar, að spyrja hvernig hann líti á stöðu NATO á norðurslóðum. Rússar hafa verið mun sterkari þar í öllum búnaði eins og ísbrjótum; hvernig hann líti á það og hvaða uppbygging hafi átt sér stað síðustu ár í þeim efnum og hver umræðan hafi verið á NATO-fundum.