151. löggjafarþing — 60. fundur,  25. feb. 2021.

fjármálafyrirtæki.

7. mál
[13:49]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er út af fyrir sig ánægjulegt ef við viljum vera í fararbroddi meðal þjóða í Evrópu í bankaviðskiptum og þá held ég að við höfum alveg ágætismöguleika til þess. Það er ekkert óeðlilegt við það að fjárfestingarstarfsemi leitist eftir áhættusömum kaupum og kostum til þess að gera fólki og fyrirtækjum mögulegt að hagnast. En er ekki eðlilegt að þeir bankar beri þá bara sjálfir ábyrgð og þeir sem leggja fé inn í það í stað þess að láta almenning með venjulegum innlánum eða sparnaði, og ríkissjóð þá jafnvel, bera kostnaðinn á endanum? Við höfum þennan skýra möguleika að skilja enn frekar á milli viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi og ég held við ættum að gera það.