Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 60. fundur,  3. feb. 2023.

dagskrártillaga.

[11:00]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ástæðan fyrir því að við erum ítrekað að benda þinginu á að það þurfi að senda málið aftur inn í nefnd er að ef 2. umr. klárast þá þurfa þingmenn að greiða atkvæði um þó nokkuð margar greinar í frumvarpinu sem stangast á við stjórnarskrá og mannréttindaákvæði, t.d. mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta er mjög skýrt í umsögnum nær allra umsagnaraðila. Það þýðir að það er ekki tækt ef það á síðan að taka málið einhvern veginn inn til umræðu milli 2. og 3. eftir að, hvað? Væntanlega eftir að búið er að hafna þessum greinum frumvarpsins, hvað þá að samþykkja þær. Það gengur ekki. Þess vegna verðum við að fá frumvarpið inn til umræðu í nefndinni núna meðan á 2. umr. stendur, þannig að það sé hægt að greiða atkvæði um greinarnar, um efni frumvarpsins án þess að það stangist á við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála.