146. löggjafarþing — 61. fundur,  2. maí 2017.

ívilnanir til nýfjárfestinga.

[14:05]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Frú forseti. Ég held að ég geti bara sagt að það sé alveg skýrt í mínum huga og hjá ráðuneytinu að þau fyrirtæki sem eru að fara að taka til starfa og munu taka til starfa verða að fylgja þeim reglum sem öllum fyrirtækjum ber að gera. Ég vil ekki ætla það að önnur fyrirtæki muni ekki uppfylla þær kröfur sem þeim ber að gera. Varðandi það hvort ég veiti Umhverfisstofnun sérstakan stuðning, móralskan, formlegan eða hvað, þá finnst mér það þurfa að vera skýrt og það blasir við og ég get alltaf tekið undir að þau fyrirtæki sem eru í rekstri með einhvers konar starfsemi skulu uppfylla þær kröfur sem er að finna, hvort sem er í lögum, samningum eða öðru. Ég ítreka að þessir rammasamningar og fjárfestingarsamningar veita enga afslætti af kröfunum heldur afslætti af gjöldunum þannig að það sé alveg skýrt.