146. löggjafarþing — 61. fundur,  2. maí 2017.

kosningar til sveitarstjórna.

190. mál
[23:21]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég er sammála mörgu af því sem hann kom inn á. Ég hef t.d. aldrei skilið af hverju það þarf að hafa náð ákveðnum aldri til að mega bjóða sig fram til forseta Íslands, þannig að þeir sem geta kosið forseta eru ekki kjörgengir til forseta. Ég skil pælingar hv. þingmanns mjög vel og tek undir margt í þeim.

Hvað varðar sjálfræðisaldurinn verð ég að játa að ég treysti mér ekki alveg til að segja til um það. Ég hlusta á rök hv. þingmanns. Það er ýmislegt sem 16 ára unglingar geta gert, þótt þeir hafi ekki náð 18 ára aldri. Þeir eru sjálfstæðir notendur heilbrigðisþjónustunnar og ýmislegt, sem er kannski óþarfi að tiltaka hér. En ég hlusta á góð rök hv. þingmanns, tek undir sumt í þeim og annað þyrfti ég að fá að skoða betur.