150. löggjafarþing — 61. fundur,  20. feb. 2020.

íslenskur ríkisborgararéttur.

252. mál
[12:06]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Mig langar bara að gera eina litla athugasemd. Hér er bætt við heimild til að víkja frá skilyrðum 1. og 6. töluliðar 1. mgr. 9. gr. varðandi framvísun gagna frá heimaríki eða fyrra dvalarríki ef aðstæður umsækjanda eru óvenjulegar og ríkar sanngirnisástæður mæla með því.

Þarna hefði ég helst viljað að stæði: eða. Aftur á móti er verið að bæta við heimild til að víkja frá skilyrðum sem ég styð, enda er eðlilegt og málefnalegt að víkja frá skilyrðum þegar málefnalegar ástæður eru fyrir því. Það að framvísa gögnum frá heimaríki þykir sjálfsagt á Íslandi þar sem við búum við frið og ágætar aðstæður. Það er ekki sjálfsagt hvar sem er í heiminum og þess vegna er gott og eðlilegt að þessi heimild sé sett inn.

Því styð ég hana og greiði atkvæði með henni.