Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 61. fundur,  4. apr. 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:03]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hefur borist bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 508, um dvalar- og atvinnuréttindi fyrir ungt fólk, frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur. Einnig hefur borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 640, um vörslu ávana- og fíkniefna til eigin nota, frá Diljá Mist Einarsdóttur. Þá hafa borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 337, um viðurkenningu á sjúkdómsgreiningu yfir landamæri, frá Andrési Inga Jónssyni, og fyrirspurn á þskj. 636, um skerðingar lífeyristekna vegna útgreiðslu séreignarsparnaðar, frá Jóhanni Páli Jóhannssyni. Að lokum hefur borist bréf frá fjármála- og efnahagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 637, um útgreiðslu séreignarsparnaðar til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.