Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 61. fundur,  4. apr. 2022.

ummæli innviðaráðherra á búnaðarþingi.

[15:12]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Nú um helgina bárust fréttir af því hæstv. innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefði látið afar óviðeigandi ummæli falla um starfsmann Bændasamtaka Íslands. Ummælin sem um ræðir voru rasísk, þau voru niðrandi og þau voru særandi. Nú hefur starfsmaðurinn umræddi stigið fram og tjáð sig um upplifun sína sem staðfestir innihald fréttarinnar. Ummælin sem voru látin falla teljast áreitni í skilningi laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og falla þannig undir bann við mismunun samkvæmt lögum. Mig langar í því ljósi að spyrja hæstv. forsætisráðherra hvernig hún telji að ríkisstjórnin ætti að axla ábyrgð á ummælum innviðaráðherra. Mun hæstv. forsætisráðherra og ráðherra jafnréttismála fara fram á að innviðaráðherra segi af sér?