Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 61. fundur,  4. apr. 2022.

ummæli innviðaráðherra á búnaðarþingi.

[15:14]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti: Hæstv. innviðaráðherra hefur stigið fram og beðist afsökunar á ummælum sínum. Sú afsökunarbeiðni endurspeglar þá afstöðu hans að ummælin hafi verið röng og þau hefðu ekki átt að falla enda óásættanleg með öllu. Við gerum þá kröfu í íslensku samfélagi að öllum sé sýnd virðing í hvívetna. Á ráðherrum í ríkisstjórn hvílir ríkari krafa og undir henni eigum við ráðherrar að standa. Þegar mönnum verður á og þeir gera mistök skiptir hins vegar máli að þeir stígi fram og biðjist afsökunar með skýrum hætti sem hæst. innviðaráðherra hefur gert og það skiptir máli.