136. löggjafarþing — 61. fundur,  18. des. 2008.

tryggingagjald.

220. mál
[15:45]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og skattn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum, sem er að finna á þskj. 370 og er frá meiri hluta hv. efnahags- og skattanefndar.

Á þingskjalinu kemur fram lýsing á frumvarpinu og gestur sem kom á fund nefndarinnar nefndur. Málið fjallar um það að starfsemi IcePro verði sett á fjárlög en ekki sem markaður tekjustofn með hlutdeild í tryggingagjaldi.

Meiri hlutinn fagnar frumvarpinu og telur það samræmast betur fjárveitingavaldi Alþingis að framlög til málaflokka séu ákveðin í fjárlögum fremur en almennum lögum. Mörg dæmi eru í lagasafninu um hið síðarnefnda.

Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Hv. þm. Gunnar Svavarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir nefndarálitið rita hv. þingmenn Pétur H. Blöndal, Ellert B. Schram, Bjarni Benediktsson, Lúðvík Bergvinsson og Kjartan Ólafsson.