139. löggjafarþing — 61. fundur,  19. jan. 2011.

samkeppnislög.

131. mál
[14:36]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þeir stjórnmálaflokkar sem ekki vildu samþykkja Icesave-samninginn og ekki hafa viljað hækka skatta á neytendur í landinu hafa staðið með neytendum. Sjálfstæðisflokkurinn er einn af þeim stjórnmálaflokkum en ekki flokkur hv. þm. Magnúsar Orra Schrams. (Gripið fram í: … móti þessu.)

Í því frumvarpi sem við greiðum hér atkvæði um er verið að gefa Samkeppniseftirlitinu heimildir til að brjóta upp fyrirtæki án þess að þau hafi gerst brotleg við nokkrar lagareglur. Við sjálfstæðismenn höfum gert alvarlegar athugasemdir við þetta atriði frumvarpsins. Við teljum það lágmarkskröfu að þessi valdheimild sé skýrð nákvæmlega í lagatextanum áður en tekin er afstaða til þess hvort hana beri að veita. Hv. þm. Lilja Mósesdóttir hefur vinsamlegast orðið við þeirri beiðni okkar (Forseti hringir.) að taka málið til umfjöllunar í viðskiptanefnd milli 2. og 3. umr. Fyrst svo er munum við að svo komnu máli (Forseti hringir.) sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.