141. löggjafarþing — 61. fundur,  22. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[00:48]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Okkar skoðun á þessu máli er sú að það eigi ekki að gera þessa breytingu yfirleitt. Við teljum að þessi tillaga sjálfstæðismanna sé eingöngu til þess að fresta málinu og raunar festa í lög að þessi breyting eigi að eiga sér stað.

Við erum á móti því að þetta nái fram að ganga en við sitjum hjá við þessa atkvæðagreiðslu.