151. löggjafarþing — 61. fundur,  2. mars 2021.

nýsköpun.

[13:36]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Já, ég get svarað því. Við munum á morgun ganga frá þeim þáttum sem við höfum verið að vinna að, þ.e. að skipa stjórn Kríu þar sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er með fulltrúa, fjármálaráðherra er með einn fulltrúa og forsætisráðherra er með einn fulltrúa. Við erum tilbúin með drög að reglugerð sem við myndum gjarnan vilja að stjórnin fengi að sjá áður en gengið er endanlega frá henni. Klára þarf umsýslusamning því að það þarf að sjá um sjóðinn. Við höfum lagt mjög mikla vinnu í reglugerðina vegna þess að mjög miklu máli skiptir að það sé alveg skýrt hvað Kría er og hvað hún er ekki. Það er algjörlega frábært að finna fyrir þeim gríðarlega aukna áhuga, eða í raun ákvörðunum og eftirspurn, gagnvart því að verið sé að stofna allnokkra sjóði. Ég er þeirrar skoðunar og hef þá trú að þetta umhverfi sé að þroskast mjög hratt og mikið og til lengri framtíðar hér á Íslandi.