Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 61. fundur,  4. apr. 2022.

lengd þingfundar.

[15:54]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Það er alveg áhugavert að verið sé að greiða atkvæði sérstaklega um það hvort það eigi að vera lengri þingfundur eða ekki. Og af hverju er þörf á því yfirleitt? Við þekkjum það öll hér inni að þegar kemur að því að afgreiða þingmál á þingi þá snýst það alltaf um samningaviðræður um hvaða mál eigi að afgreiða og hvaða mál ekki. En það hefur ekki verið vilji hjá stjórnarmeirihlutanum til að eiga einhverjar viðræður um það hvernig á að semja um afgreiðslu mála hérna, þannig að fyrr en það gerist þá sé ég enga ástæðu fyrir því að lengja þingfund. Það er engin tímapressa á neinu máli. Það liggur ekkert á. Ég skil ekki af hverju verið er að krefja okkur um að vera með lengri þingfund nema einmitt ef það er eitthvert ofbeldi í gangi, það virkar dálítið þannig oft, og það sé bara verið að troða upp á þingmenn og segja: Mætið bara hérna og eltið öll málin fram og til baka og verið að vesenast, þrátt fyrir að það sé ekki þörf á því. Það er dálítið skrýtið.