Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 61. fundur,  4. apr. 2022.

stjórn fiskveiða o.fl.

451. mál
[20:12]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Forseti. Hæstv. ráðherra gleymdi reyndar að svara spurningu minni sem var hvort einhverjar útgerðir hefðu verið að óska eftir þessu. En mig langar að spyrja hæstv. ráðherra annarrar spurningar. Nú er bláuggatúnfiskur á lista alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN, International Union for Conservation of Nature, válista yfir dýr eða það sem á ensku kallast „endangered“ þar sem þeim fækkar mjög hér í Atlantshafi. Nú flutti hæstv. ráðherra frumvarp þegar hann var umhverfisráðherra á síðasta kjörtímabili sem fjallaði um vernd dýra á válista og langar mig því að spyrja: Af hverju erum við hér með frumvarp um veiðar á dýri á válista?