135. löggjafarþing — 62. fundur,  7. feb. 2008.

uppsagnir í fiskvinnslu.

[10:49]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. sjávarútvegsráðherra svörin en heldur fannst mér þau rýr. Ég spurði hann til hvaða aðgerða ætti að grípa í kjölfar þessara miklu uppsagna á Eyjafjarðarsvæðinu.

Afskaplega lítið hefur komið frá ríkisstjórninni á þetta svæði og þótt lenging Akureyrarflugvallar sé kannski góð út af fyrir sig, þá mun hún ekki gagnast því fólki sem misst hefur vinnuna.

Langstærsti hlutur þessara uppsagna er niðurskurðinum á þorskkvótanum að kenna. Ég brýni ríkisstjórnina og hæstv. sjávarútvegsráðherra, vegna þess að ég veit að hann er allur af vilja gerður, að grípa til aðgerða. Við skulum bara vona að afleiðingarnar af þessari slæmu ákvörðun um að skerða þorskkvótann verði ekki meiri. Það er nóg komið að mínu mati.