135. löggjafarþing — 62. fundur,  7. feb. 2008.

fjáraukalög.

148. mál
[16:46]
Hlusta

Flm. (Kristinn H. Gunnarsson) (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það verður að koma í ljós hver niðurstaðan verður. Það skýrist í fyllingu tímans hver afstaða stjórnarflokkanna er. En ljóst er að það er reiptog í gangi þessar vikurnar um fjármögnun á mikilvægum vegaframkvæmdum.

Reynist það rétt sem hv. þm. Guðni Ágústsson heldur, að ríkið muni borga dýrari leiðina um Sundabraut minni ég á að hv. 1. þm. Norðurlandskjördæmis vestra spurði: Ef ríkið ætti að yfirtaka skuldir Hvalfjarðarganga hvaða framkvæmdum á þá að fresta? Ég spyr þá: Ef ríkið ætlar að borga dýrari leiðina og leggja til 9 milljörðum meira en annars væri, hvaða framkvæmdum á þá að fresta?