136. löggjafarþing — 62. fundur,  18. des. 2008.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

246. mál
[23:08]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef ekki haft miklar áhyggjur af þingfararkaupinu eða lífeyrisréttindunum nema að því leyti sem þetta eru forréttindi. Ég er á móti forréttindum almennt. Ég er á móti skattfrelsi. Ég er á móti lífeyrisforréttindum. Þannig að það komi skýrt fram.

Ég nefndi í ræðu minni að ég ætlaði að flytja breytingartillögu um það að þingmenn gætu sótt um aðild að öðrum lífeyrissjóðum án ríkisábyrgðar eða með ríkisábyrgð. Gætu bara valið sér sjóð og þá er greiddur mismunur á virði lífeyrisréttindanna. Gaman væri að heyra sjónarmið hv. þingmanns hvernig hún metur það og hvort hún muni greiða slíkri breytingartillögu atkvæði sitt. Þetta eru jú heimildarákvæði. Þetta er bara til bóta. En þá kemur í ljós hvers virði lífeyrisréttindin eru.