143. löggjafarþing — 62. fundur,  12. feb. 2014.

umferðarlög.

284. mál
[17:01]
Horfa

innanríkisráðherra (Hanna Birna Kristjánsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil taka það fram að ég var alls ekki að gera grín að hv. þingmanni og bílprófinu (Gripið fram í: Nei, nei.) [Frammíköll í sal.] Ég var einungis að fagna þessari fallegu sögu sem ég hef heyrt hér og átt þess kost að ræða við hv. þingmann um. Mér finnst þetta bara falleg og skemmtileg saga, þannig að mér fannst ástæða til þess að óska honum enn og aftur til hamingju. (Gripið fram í: Hann er góður bílstjóri.) Og hann er góður bílstjóri, alveg klárlega. (Gripið fram í: Eitt og hálft ár.)

Að öllu gríni slepptu viðurkenni ég, hv. þingmaður og virðulegur forseti, að ég hef ekki velt því sérstaklega fyrir mér hvernig eigi að útfæra heimildina til að einstaklingar fái að aka þessum léttu bifhjólum, rafhjólum. Mér finnst allt koma til greina í því og treysti því að nefndin sem fær málið til meðferðar skoði það þannig að það verði vel leyst.