Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 62. fundur,  7. feb. 2023.

dagskrártillaga.

[13:33]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Frú forseti. Með þessari tillögu gefst tækifæri til að liðka fyrir umræðu um þau stjórnarfrumvörp sem hafa beðið 2. umr. í tvær vikur vegna þess að forseti velur að setja þau alltaf á eftir útlendingafrumvarpinu. Þessi staðsetning stjórnarfrumvarpa, frumvarpa fjármála- og efnahagsráðherra, bendir til að stjórnarliðum þyki brýnt að ljúka þeim en af atkvæðagreiðslutöflunni að dæma þá þykir þeim það ekki nógu brýnt, vilja ekki hleypa þeim á dagskrá í dag. Samþykkt þessarar tillögu myndi líka gefa allsherjar- og menntamálanefnd tækifæri til að taka útlendingamálið til frekari skoðunar, kanna t.d. samræmi ákvæða frumvarpsins við stjórnarskrá sem ekki var gert af ráðuneyti, ekki var gert af nefnd áður en málið kom hér til 2. umr., en er gríðarlega nauðsynlegt af því að mörg ákvæði frumvarpsins eru verulega varhugaverð. En það virðist ekki vera meiri hluti fyrir því að vinna þetta mál betur í dag. Sjáum bara til seinna.