Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 62. fundur,  7. feb. 2023.

fundarstjórn forseta við atkvæðagreiðslu.

[14:13]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Athugasemd hv. þingmanns er réttmæt en skýringarnar ekki. Forseti var ekki að sýna sérstök liðlegheit heldur ruglaðist forseti á því sem venjulega er hér; um atkvæðagreiðslu og hins vegar atkvæðaskýring. Það er alveg hárrétt hjá hv. þingmanni að reglan er að þegar þingmenn eru að tjá sig um atkvæðagreiðslu geta menn bætt sér á mælendaskrá meðan á umræðu stendur, en það verður hins vegar að gerast í upphafi þegar þingmenn gera grein fyrir atkvæði sínu. Þannig að forseti tekur þetta á sig og hefur ekkert sér til málsbóta nema að honum urðu á mistök í þessum efnum.