Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 62. fundur,  7. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:07]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég held að það sé tímanlegt í dag að minna á að ráðherrar hafa ekki sinnt þessari umræðu neitt þrátt fyrir að það hafi verið kallað eftir því að þeir mæti hérna til þess að ræða sinna sína málaflokka sem koma þessu máli við. Hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem það eru ákvæði í þessu frumvarpi um tímabundið atvinnuleyfi, barnamálaráðherra þar sem hér er verið að tala um einmitt réttindi barna, mannréttindamálaráðherra, sem sagt forsætisráðherra, sem þetta frumvarp á í öllum tilvikum við, myndi maður ætla, upp á að passa upp á að mannréttindavernd sé sinnt. Ég beini því til forseta að athuga hvort ráðherrar séu búnir að gera upp hug sinn, hvort þeir ætli að mæta í þessa umræðu eða ekki.