Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 62. fundur,  8. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[01:43]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta allsh.- og menntmn. (Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir) (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tek undir með kollega mínum, hv. þm. Indriða Inga Stefánssyni, og velti fyrir mér hvort það sé ekki bara hreinlega kominn tími á að hæstv. ráðherrar komi og taki þátt í samtalinu með okkur. Ég var að rekja hérna rétt áðan umsögn Rauða krossins á Íslandi um það ákvæði þessara laga sem brýtur beinlínis gegn réttindum barna. Það er kýrskýrt. Það er ekki bara mín skoðun. Það er ekki einhver Píratapopúlismi eða afstaða einhverra anarkista úti í bæ þannig að það væri kannski ekki annars að vænta en að hæstv. mennta- og barnamálaráðherra hefði skoðun á því máli. Þannig að ég bíð spennt. Er ekki akkúrat tíminn núna til að koma og taka þátt?