154. löggjafarþing — 62. fundur,  31. jan. 2024.

búvörulög.

33. mál
[18:07]
Horfa

Magnús Árni Skjöld Magnússon (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni kærlega fyrir svar hans hér og lýsa yfir vonbrigðum mínum með að hafa ekki getað hlustað á ræðuna sem hann nefndi hér áðan, þessa 20 mínútna ræðu. Ég held að þar hafi örugglega margt komið fram. Hv. þingmaður nefnir réttilega að það þurfi að fara fram hagræðing því að væntanlega er um sóun að ræða sem hugsanlega má útrýma. Mig langar þá til að spyrja líka í framhaldi af því: Eru sóknartækifæri, ekki bara hagræðingartækifæri heldur raunveruleg sóknartækifæri í íslenskum landbúnaði?