144. löggjafarþing — 62. fundur,  3. feb. 2015.

virðisaukaskattur.

411. mál
[23:18]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, þetta fer allt saman með breytingunum á skattkerfinu. Ég held að mikilvægt sé að við náum hér einföldu og öflugu skattkerfi, bæði virðisaukaskattinum og tekjuskattskerfinu. Og svo þegar sú einföldun er komin og skattkerfið er farið að virka þá er einmitt kjörið að nýta skattkerfið til að veita hvata til að styðja við sjálfboðaliðastarf við uppbyggingu íþróttamannvirkja eins og við erum að nýta skattkerfið til að veita hvata í nýsköpunarfyrirtækjum og sprotafyrirtækjum og öðru slíku. Þó að markmiðið sé einfalt og öflugt skattkerfi útilokar það ekki í mínum huga að því sé beitt til góðra verka. Ég held að þetta mál falli einmitt undir það og vonandi finnum við farsæla lausn þannig að þetta fari allt saman.