Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 62. fundur,  8. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[01:42]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég er að velta því fyrir mér hvort einhver viðbrögð hafi komið við fyrri beiðnum frá því í kvöld, hvort einhverjir hæstv. ráðherrar eða hv. þingmenn muni sjá sér fært að taka þátt í umræðunum því að eftir því sem ég les upp fleiri umsagnir þeim mun sannfærðari er ég um það að þingmenn hafi hreinlega ekki kynnt sér efni umsagna eða efni frumvarpsins, nema við séum, eins og mig hefur grunað lengi, ekki að skoða raunverulega sama frumvarpið. Við hljótum að vera að tala um eitthvað tvennt ólíkt því að miðað við hversu alvarlegt mér finnst þetta og rólegir aðrir hv. þingmenn eru, þá bara passar þetta ekki.