132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009.

391. mál
[17:53]
Hlusta

Magnús Stefánsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er akkúrat eitt af því sem olli mér vonbrigðum, það voru ummæli hv. þingmanns og formanns Samfylkingarinnar um vaxtarsamningana. Auðvitað er það svo eins og sagði í ræðu minni, þetta eru engar patentlausnir og enginn endanlegur sannleikur. En að vera að tala um vaxtarsamninga sem tískuorð finnst mér bara ósæmandi. Vegna þess að vitum það líka að víða á svæðunum eru væntingar til þessara vaxtarsamninga og sveitarstjórnarmenn á einstökum svæðum hafa sérstaklega óskað eftir að fá slíka vaxtarsamninga. Svo menn hafa væntingar til þeirra og þeir eru vissulega tæki sem menn geta nýtt sér. Þess vegna finnst mér lágkúrulegt að vera að tala um þetta sem tískuorð. (EMS: Þingmaðurinn hældi þessu líka.) Já, já, en út af þessari umræðu um þessa blessuðu vaxtarsamninga verð ég að fá að segja það.