145. löggjafarþing — 63. fundur,  19. jan. 2016.

afnám verðtryggingar og þjóðaratkvæðagreiðslur.

[14:18]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Allt var þetta nú mjög sérkennilegt. Hv. þingmaður virðist vera fastur í þeirri trú eða að minnsta kosti vilja draga upp þá mynd af þessari nefnd sem flokkarnir stóðu saman að því að mynda, nefnd sem átti einmitt að vinna að sameiginlegri niðurstöðu flokkanna — hv. þingmaður vill ekki einu sinni heyra svarið, virðulegur forseti, hleypur hér út. Það er kannski vegna þess að ég hef hitt á veikan blett og bent á það sem er raunverulegur tilgangur þessarar fyrirspurnar og raunverulegur tilgangur ýmissa þeirra athugasemda sem ég vék að áðan, að Píratar ætla að sprengja upp samstarf sem hefur náðst, sögulegt tækifæri til að gera breytingar á stjórnarskránni.