146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

farþegaflutningar og farmflutningar.

128. mál
[12:21]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér liggur fyrir frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi með breytingartillögum. Um hvort tveggja hefur náðst afar ánægjulegt samkomulag í hv. umhverfis- og samgöngunefnd og í umræðum á þinginu komið fram góður almennur vilji til að bæta við, ef menn vilja, bráðabirgðaákvæði þar sem skýrar er kveðið á um væntingar Alþingis til gerðar nýrra laga um almenningssamgöngur er fram kemur í nefndarálitinu.

Frumvarpinu og nefndarálitinu er því best vísað til hv. umhverfis- og samgöngunefndar á ný til frekari umræðu og vinnslu, áfram í sama góða anda.