146. löggjafarþing — 63. fundur,  4. maí 2017.

farþegaflutningar og farmflutningar.

128. mál
[12:25]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er ekki sjálfgefið að vinnuandinn sé alltaf góður í öllum nefndum. Það liggur í eðli málsins en í þessu máli var mikil samstaða í umhverfis- og samgöngunefnd og ég þakka samstarfsfólki mínu þar fyrir þau störf. Ég lít svo á að með því skrefi sem hér verður væntanlega stigið, þ.e. ef þetta verður samþykkt hér og nú, verði stigið skref til bóta fyrir allan almenning, ekki hvað síst í hinum dreifðari byggðum hér á landi. Ég mæli að sjálfsögðu með því að við greiðum þessu atkvæði.