Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 63. fundur,  8. feb. 2023.

dagskrártillaga.

[15:03]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þessari tillögu er ætlað að liðka til í dagskrá þingsins þannig að þau dagskrármál sem bíða geti komist að og fengið að afgreiðslu. Hér hefur ítrekað verið kvartað yfir því að við Píratar séum að halda þinginu í gíslingu í málþófi. Staðreyndin er sú að við getum það ekki. Ég hef borið frumvarpið hér saman við það að leysa utanvegaakstur með því að teikna veg eftir hjólförum. Ég held áfram með samlíkingar sem ætla má að skiljist; þetta er svipað og að sá sem situr í bílstjórasætinu saki fólkið í aftursætinu um að koma í veg fyrir að bíllinn komist áfram. Það þýðir ekki að fyrtast við þó að við bendum á að bíllinn sé ekki gír og muni ekki komast áfram án þess að við því sé brugðist. Við getum ekki tekið ábyrgð á því.