Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 63. fundur,  8. feb. 2023.

dagskrártillaga.

[15:04]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þetta er orðið ansi þreytt leikrit hér með þessari dagskrártillögu og ég ætla að minna á það að hér fyrir jólin var samið um að taka þetta mál af dagskrá svo hægt væri að klára mikilvæg mál og gera hvað? Jú, að taka málið aftur til umfjöllunar í hv. allsherjar- og menntamálanefnd og að málið færi hér á dagskrá sem fyrsta mál eftir áramót. (Gripið fram í.) Það var hluti af samkomulaginu. Þetta sýnir að það er ekki hægt að semja við þingflokk Pírata. [Frammíköll í þingsal. Ég velti fyrir mér, (Forseti hringir.) hv. þingmenn: Hvað þurfa hv. þingmenn margar ræður til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri? Það liggur fyrir, hátt í 200 ræður núna. Okkur er ljóst hvert sjónarmið þingflokks Pírata er, en er ekki lýðræðislegra að við klárum þessa umræðu og förum í atkvæðagreiðslu um málið?