132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009.

391. mál
[14:30]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Út af fyrir sig get ég alveg verið sammála því að við eigum ekki endalaust að líta til fortíðar, en það er oft gott að líta til fortíðar þegar að framtíð skal hyggja, hv. þingmaður. Hv. þingmaður vildi gera því skóna að ég veifaði alltaf fortíðinni og (Gripið fram í: Og værir neikvæður.) væri neikvæður. Ég hef nú ekki oft heyrt það að ég væri mjög neikvæður maður, en svo lengi lærir sem lifir. Það er nú svo.

Vikið var að því í upphafi fundar að við værum að ræða hérna m.a. skýrslu sem væri búið að gefa út í þrígang með sama formi. Finnst nú ekki hv. þingmanni að það sé óþarfi að vera að gefa fortíðina út í þrígang? (Gripið fram í: … sama form.) (Gripið fram í: Sama skýrslan.)