138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:09]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér er undarlega innanbrjósts eftir ræðu hv. þingmanns og enn óhugnanlegri þóttu mér svör hv. þm. Höskuldar Þórhallssonar við spurningu hv. þm. Helga Hjörvars og tek undir þau orð að þau voru ákaflega barnaleg svörin við þeirri spurningu. En ég vil spyrja hann, af því að hann fór mikið yfir skuldastöðu ýmissa ríkja og taldi skuldastöðuna vera eina þáttinn sem hefði áhrif á lánstraust þeirra, og benda honum á að skuldir íslenska ríkisins koma til vegna gjaldþrots Seðlabankans, það er okkar stærsta skuld. Önnur stærsta skuldin er uppsafnaður halli ríkissjóðs. Þriðja stærsta skuldin er innsetningarfé í íslensku bankana sem þó eru eignir á móti. Í fjórða lagi kemur skuldin vegna Icesave. Telur hann að þarna sé komin sú skuld sem (Forseti hringir.) hafi áhrif 10% til gjaldþrots íslenska ríkisins?