143. löggjafarþing — 63. fundur,  13. feb. 2014.

stefna ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.

[10:39]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Herra forseti. Þau tíðindi urðu á viðskiptaþingi í gær að forsætisráðherra mætti. Planið hjá fyrrverandi forsætisráðherra var að hunsa þingið, eiga engin samskipti við atvinnulífið þannig að þau miklu tímamót urðu í gær að tekið var upp samtal við atvinnurekendur (ÁPÁ: Samtal?) í landinu með því að þiggja boð um að koma og ávarpa þar ráðstefnu.

Kallað er eftir því að við störfum eftir alþjóðlega viðurkenndu plani. Höfum við ekki verið í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með efnahagsáætlun? Er það ekki svo að alþjóðleg matsfyrirtæki segi okkur á réttri braut? Er það ekki svo að lánshæfismat hafi verið stöðugt og horfur bara nokkuð góðar? Er það ekki svo að Seðlabankinn segi nú hagvöxt fara vaxandi? Atvinnuleysi er á leiðinni niður. Er ekki hægt að segja að það séu bara býsna margir hagvísar að vísa í rétta átt í augnablikinu? Vonandi tekst að leysa farsællega úr því sem er að gerast á vinnumarkaði. Það er því engin ástæða (Forseti hringir.) til að koma hingað upp og segja okkur stefna í öfuga átt (Forseti hringir.) borið saman við það sem alþjóðlegt umhverfi kallar eftir.