131. löggjafarþing — 64. fundur,  1. feb. 2005.

Fjárhagslegur aðskilnaður í rekstri útgerðar og fiskvinnslu.

23. mál
[14:19]

Jóhann Ársælsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er ánægður með það að hv. þingmaður skuli ekki vera á þeirri skoðun sem ég taldi af því að hann orðaði það svo að hann gyldi varhuga við því að þessi fjárhagslegi aðskilnaður yrði að veruleika. Það er nú einmitt það sem við erum að ræða hér, hvort hann sé skynsamlegur. Ég tel að svo sé og er feginn því að hv. þingmaður er ekki á annarri skoðun.