131. löggjafarþing — 64. fundur,  1. feb. 2005.

Fjárhagslegur aðskilnaður í rekstri útgerðar og fiskvinnslu.

23. mál
[16:46]

Halldór Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ef við tökum til dæmis þá fiskvinnslu sem er við Eyjafjörð þá eru þetta gömul og gróin og stór fyrirtæki. Það er með mikilli tæknivæðingu og miklu magni sem þeim hefur tekist að reka sig. Sérstaklega er þetta áberandi í rækjunni. Þá skiptir miklu máli að hægt sé að hafa tvær eða þrjár vaktir til að vinna lengur og virðist þó ekki ætla að duga til, t.d. núna, til að hægt sé að halda rækjuvinnslum opnum.

En úr því að hv. þingmaður segir að Samfylkingin standi á bak við þessa tillögu væri fróðlegt að fá að vita hvort líta beri svo á að flokkssamþykkt Samfylkingarinnar sé á bak við þetta, þingflokksins, eða er það ágiskun hv. þingmanns að allir þingmenn Samfylkingarinnar standi á bak við þennan tillöguflutning?