136. löggjafarþing — 64. fundur,  20. des. 2008.

virðisaukaskattur, vörugjald o.fl.

247. mál
[10:23]
Horfa

Frsm. efh.- og skattn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Frú forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., og lögum nr. 97/1987, um vörugjald, frá hv. efnahags- og skattanefnd, en nefndarálitið er að finna á þskj. 414.

Nefndin hefur fjallað um málið.

Með frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að framlengja tímabundið undanþágur frá vörugjöldum og virðisaukaskatti sem gilda um tiltekin vistvæn ökutæki.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Hv. þingmenn Ögmundur Jónasson og Birkir J. Jónsson gera fyrirvara við álit þetta.

Hv. þingmenn Gunnar Svavarsson, Lúðvík Bergvinsson og Katrín Jakobsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir nefndarálitið rita hv. þingmenn Pétur H. Blöndal, Ellert B. Schram, Ögmundur Jónasson, með fyrirvara, Bjarni Benediktsson, Birkir J. Jónsson, með fyrirvara, og Jón Gunnarsson.