145. löggjafarþing — 64. fundur,  20. jan. 2016.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[17:02]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hann hafi kynnt sér erindi sem hefur verið sent til ESA varðandi það að áhrif frumvarpsins, ef samþykkt verður, geti farið í blóra við 11. gr. EES-samningsins þar sem ríkið sé að afhenda sölu, sem er vissulega skilyrt í EES-samningnum, einkaaðilum sem eru með 92–95% af markaðnum?

Það kom fram í máli hv. þingmanns að frá því bjórinn var leyfður hefur áfengisneysla á mann aukist gríðarlega. Það er svo merkilegt að hún hefur aukist mest í sölu á veitingastöðum sem virðist færa okkur heim sanninn um að aukið framboð og meiri tiltjöldun auki söluna.

Þar sem hv. þingmaður er verseraður í norrænu samstarfi langar mig að spyrja hann hvaða áhrif hann telji að 11 lítra neysla af hreinum vínanda á mann á Íslandi á ári muni hafa, því að það er víst sambærilegt við það sem Danir eiga við að glíma núna.