145. löggjafarþing — 64. fundur,  20. jan. 2016.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[19:30]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að ekki sé hægt að auka aðgengi að áfengi mikið meira hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem áfengisverslanir eða vínbúðir eru færðar nær stofnbrautum og gerðar sýnilegar í stærstu verslunarkjörnum landsins og vínveitingastöðum fjölgar. En við erum sammála um það að við höfum áhyggjur af þeirri þjónustu sem er veitt út um landið. Ég hef þó meiri áhyggjur af þessari almennu verslun sem selur nauðsynjavöru. Hv. þingmaður hefur farið yfir það hvað það getur verið erfitt að reka slíka verslun til að veita landsbyggðinni þjónustu. Getur það ekki verið lyftistöng? Getur þingmaðurinn ekki séð það fyrir sér sem lyftistöng fyrir verslun með almenna vöru úti á landi að fá löglega neysluvöru aukalega inn í rekstur sinn til þess að auka hagkvæmni og auka þannig möguleika á verslun um landið? Og hver er sanngirnin í því að aðeins 30 sveitarfélögum úti um landið sé útveguð vínverslun en ekki öllum 70?