146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

afbrigði um dagskrármál.

[15:44]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég vil einfaldlega gera grein fyrir því fyrir hönd þingflokks Pírata að við greiðum atkvæði gegn þessum afbrigðum þar sem þetta mál kom fram allt of seint. Þetta er allt of viðamikið mál til að við getum tekið það til afgreiðslu nú. Við teljum algjörlega ólíðandi að það komi fram svona seint og sjáum ekki að það þurfi að fara í gegnum þingið núna. Hér er ákveðinn skilafrestur þingmála sem gildir fyrir okkur öll og við sjáum engar haldbærar ástæður fyrir því af hverju það ætti að vera undanþága fyrir ríkisstjórnina í þetta skiptið.