151. löggjafarþing — 64. fundur,  4. mars 2021.

höfundalög.

136. mál
[14:54]
Horfa

Katla Hólm Þórhildardóttir (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla bara að grípa tækifærið til að hvetja aðra stjórnmálaflokka á Íslandi til þess að víkka sjóndeildarhringinn aðeins, opna augun, skoða þetta út frá stóra samhenginu. Höfundaréttarlögin eins og þau eru í dag eru ekki að hjálpa íslenskunni til framtíðar. Við þurfum að hafa það í huga.