152. löggjafarþing — 64. fundur,  7. apr. 2022.

skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja o.fl. .

531. mál
[17:54]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég get tekið undir þessar hugleiðingar. Það sem sjóðurinn bendir á í sinni umsögn er að í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir neinum úrræðum eða viðurlögum þegar aðildarfyrirtæki vanrækja upplýsingaskyldu sína gagnvart sjóðnum. Við brenndum okkur nú aldeilis á þessu í alls konar samhengi á árunum fyrir hrun. Það kunna vel að vera einhverjar ástæður fyrir því að það þyki ekki æskilegt að fela sjóðnum eða öðrum aðila slík viðurlög en þá verður það að vera útskýrt í greinargerð til að við getum tekið afstöðu til þeirra sjónarmiða.