Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[12:14]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Nú höfum við rætt um útlendingafrumvarpið lengi en það sem skiptir mestu máli er ekki hvað okkur finnst eða hvað við segjum um þetta frumvarp heldur hvað umsagnaraðilar, sem eru sérfræðingar á sínum sviðum, segja um það. Það eru margir sérfræðingar sem eru á móti mörgum greinum frumvarpsins og ég ætla að telja hér upp nokkra umsagnaraðila sem ekki hefur verið hlustað á: Rauði krossinn á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Barnaheill, embætti landlæknis, Kvenréttindafélag Íslands, Þroskahjálp, Læknafélag Íslands, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, prestar innflytjenda og flóttafólks, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtökin '78, Solaris, UNICEF og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna meðal annarra. Ábyrgðin er þeirra sem samþykkja þetta frumvarp.