Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[12:21]
Horfa

Dagbjört Hákonardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Til hvers erum við eiginlega hér kjörin? Hvaða skyldur höfum við sem kjörnir fulltrúar? Þetta mál er hreinlega ekki þess eðlis að við getum leyft okkur að fylgja flokkspólitískum skilaboðum í blindni eða skipunum að ofan. Þetta mál snertir réttindi fólks í viðkvæmustu stöðunni. Hér hefur ríkisstjórnin ákveðið að tala einu máli. Flóttafólk ógnar ekki velferðarkerfinu, sinnulaus ríkisstjórn ógnar því. Við skulum athuga það að hingað mun fólk halda áfram að sækja sér skjól. Hér er um að ræða mál sem fjallar um grundvallarmannréttindi, skerðingu á stjórnarskrárbundnum réttindum, réttinum til að lifa mannsæmandi lífi. Við getum gert svo miklu betur. Ég mun að sjálfsögðu ekki styðja þetta mál.