Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[12:37]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér er mikið rætt um Vinstri græn og mannúð í því samhengi. Mig langar að minna fólk á það að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur tekið á móti um 3.500 manns á flótta á síðasta ári. Við opnuðum dyr okkar fyrir Úkraínufólki og tókum sérstaklega á móti fólki frá Afganistan, ekki bara ein aðgerð heldur tvær. Við höfum verið að huga að stöðu þeirra sem minna mega sín í hópi þeirra sem eru að sækja um vernd hér á landi frá mörgum stöðum í heiminum. En varðandi þau orð hv. þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að 15. gr. félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Það er mat félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins að 15. gr. félagsþjónustulaganna grípi fólk. (Gripið fram í.)