153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[12:56]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Herra forseti. Hér er verið að tala um lagaákvæði sem tala fyrir því að synjun á efnismeðferð muni sæta sjálfkrafa kæru. Ég skil að fólk haldi að það sé til þess fallið að auka skilvirkni í þessum málaflokki, en þvert á móti er það ekki að fara að gera það. Það er líklegra að óvönduð málsmeðferð muni eiga sér stað og að það muni stuðla að réttindamissi aðila máls sem hér um ræðir.

Síðan ætla ég að taka undir með þeim þingmönnum sem hingað hafa komið upp í pontu, 14 dagar til að skila inn greinargerð er alls ekki nóg en ég mun fara yfir það í næstu atkvæðaskýringu minni. Kjarni málsins er sá að þessi kæra ætti einfaldlega að vera valfrjáls úr því að við elskum frelsi.