Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:03]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P):

Virðulegi forseti. Hefði hv. þm. Bryndís Haraldsdóttir mætt í þingsal og rætt þetta við okkur, hefði hún getað heyrt okkur lesa upp úr umsögnum, ótal umsögnum, um þetta ákvæði þar sem allir umsagnaraðilar tóku ítrekað fram að þetta byði heim hættunni á réttindamissi. Eins og aðrir hv. þingmenn hafa komið inn á þá tekur töluverðan tíma að afla þessara gagna og ekki bara frá Útlendingastofnun heldur þarf mögulega að afla gagna erlendis frá. Það er hreinlega í mörgum tilvikum ekki bara erfitt heldur ómögulegt fyrir umsækjendur að afla þessara gagna innan þess tímaramma sem er veittur. Ég veit ekki í hvað hv. þingmaður er að vísa þegar hún segir að það verði gefinn frestur. Ekkert gefur það til kynna, en það er þá kannski betra að ræða það. Ég segi nei.