Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:11]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P):

Virðulegi forseti. Við erum að tala um ákvæði sem er ætlað að afla læknisvottorða án samþykkis. Svo talar Læknafélagið sérstaklega um að samþykki þurfi að vera fyrir hendi. Aftur, ef við hefðum fengið að ræða málið efnislega við 2. umr., þá hefði þetta komið skýrt fram og við hefðum mögulega getað komist að einhverri niðurstöðu sem væri gagnleg, en umræðan fór einmitt ekki fram og því fór sem fór. En hvernig er það svo mögulegt að setja lækna í þá stöðu að þvinga fram læknisvottorð? Við erum ekki að tala um einhver fjarstæðukennd dæmi, við erum að tala um raunveruleg dæmi sem hafa átt sér stað hér með skelfilegum afleiðingum fyrir viðkomandi. Eins og með svo mörg ákvæði þá mun ég segja nei.